Úrskurður héraðsdóms staðfestur

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands Brynjar Gauti

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að saksóknara væri óheimilt að leggja fram sex tilgreindar skýrslur í máli sérstaks saksóknara gegn stjórnendum Milestone og þremur endurskoðendum frá KPMG með vísan til þess að skýrslur þær sem um ræddi væru í raun greinargerðir, samdar eftir útgáfu ákæru.

Hæstiréttur staðfesti einnig í sama dómi þann hluta úrskurðar héraðsdóms sem snéri að framlagningu saksóknara á tímalínu í málinu, en þau gögn voru metin sem sönnunargögn og saksóknara því heimilt að leggja þau fram.

Verjendur ákærðu höfðu krafist þess að ekki yrði heimilt að leggja fram tímalínuna.

Dómur Hæstaréttar

Þá fá allir eitthvað fyrir sinn snúð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert