Áfram leiðindaveður

Lauslegir hlutir eiga til að fara á flug í roki. …
Lauslegir hlutir eiga til að fara á flug í roki. Hér bjarga börgunarsveitarmenn fiskikörum í gær. Ljósmynd/Jónas Guðmundsson

Veðurstofan spáði því að óveðrinu sem gekk yfir landið í gær myndi slota í gærkvöldi og í nótt, fyrst sunnan- og vestanlands. Mjög hvasst er á Suðurnesjum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þar.  Klæðing var byrjuð að losna af gömlu sundlauginni í Reykjanesbæ í nótt en að öðru leyti var nóttin tíðindalaus hjá lögreglu.

Spáð var suðvestan 10-23 m/s í dag og að hvassast yrði við suður- og suðvesturströndina. Spáð var hvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu norðvestantil í kvöld.

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar sagði að veðrið austan- og norðaustanlands myndi ganga niður í nótt. Svo átti veðrið að snúast í suðvestanstorm suðvestan- og vestanlands í nótt og í morgun. Honum myndu fylgja krapaél og hálka ofan við 200-300 metra hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert