Þúsundir farþega töfðust

Flugvélar gátu ekki lagt að flugstöðinni.
Flugvélar gátu ekki lagt að flugstöðinni. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Þúsundir farþega í millilandaflugi urðu fyrir töfum vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær. Millilandaflugvél á leið frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur sneri við síðdegis og lenti í Glasgow í Skotlandi. Farþegarnir áttu að koma til landsins í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Allar aðrar áætlunarflugvélar lentu í Keflavík.

Farþegar þurftu að bíða um borð í nokkrum flugvélum á flugvellinum þar til lægði því of hvasst var til að tengja landgöngubrýr við flugvélarnar. Þá seinkaði brottförum flugvéla til Evrópu og Vesturheims um nokkrar klukkustundir vegna óveðursins.

Óveðrið setti samgöngur úr skorðum í lofti, á landi og á sjó. Flugfélag Íslands aflýsti öllu flugi eftir hádegið í gær. Lögreglan í Borgarnesi lokaði veginum undir Hafnarfjalli um miðjan dag en þar voru vindhviður allt að 52 m/s síðdegis. Vegurinn var aftur opnaður um sexleytið. Margir voru veðurtepptir um tíma í Borgarnesi af þeim sökum, að því er fram kemur í umfjöllun um óveðrið og afleiðingar þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert