Goðafoss kominn til Þórshafnar

Mynd sem tekin var með eftirlitsbúnaði flugvélar Landhelgisgæslunnar af Goðafossi.
Mynd sem tekin var með eftirlitsbúnaði flugvélar Landhelgisgæslunnar af Goðafossi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Goðafoss lagðist að bryggju í Þórshöfn í Færeyjum um klukkan þrjú í nótt, að sögn Ólafs W. Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Verða skemmdir skoðaðar í kjölfar elds sem varð laus í skipinu á hafinu á milli Íslands og Færeyja í fyrrinótt.

Að sögn Ólafs gekk ferðin vel miðað við aðstæður. Aftakaveður var á siglingaleið og því var ákveðið að snúa skipinu til Færeyja, en öryggi áhafnar hafi skipt öllu máli.

„Núna í morgunsárið munu viðgerðarmenn fara um boð, kanna hvað gerðist og lagfæra það sem þarf,“ sagði Ólafur í samtali við mbl.is.

Óljóst er hversu langan tíma viðgerðin tekur. Taki hún mjög langan tíma verða gerðar ráðstafanir til að umskipa farminum og koma honum þannig með öðru skipi til Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert