Sauðfé er enn haldið á Stórhóli

Svona var umhorfs í fjárhúsunum á Stórhóli fyrir nokkrum misserum, …
Svona var umhorfs í fjárhúsunum á Stórhóli fyrir nokkrum misserum, lamb stendur ofan á dauðri á sem liggur í forinni. mbl.is/Andrés

Sauðfjárbú er enn rekið á bænum Stórhóli í Álftafirði í Djúpavogshreppi. Árið 2009 kom í ljós að ástand sauðfjár á bænum var mjög alvarlegt vegna vanfóðrunar og vanhirðu.

Þá voru um 1300 fjár á bænum en leyfi er fyrir að halda þar um 700 fjár. Árið 2010 fór mál bændanna á Stórhóli fyrir héraðsdóm þar sem ábúendurnir, karl og kona um sextugt, voru sökuð um dýraníð. Þau játuðu á sig slæma meðferð á dýrum og þeim var gert að greiða 80 þúsund krónur í sekt.

Í október 2012 dæmdi Héraðsdómur Austurlands aftur í málefnum ábúenda á Stórhóli og þá var konan, sem er skráð fyrir búinu, dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi vegna brota á dýraverndunarlögum. Kröfu um að henni yrði bannað að eiga búfé var hins vegar hafnað. Enn er því fé á bænum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert