Aspartré felld við Dómkirkjuna

Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag.
Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag. Ljósmynd/Hreiðar Júlíusson

Um 20 aspartré voru felld við Dómkirkjuna og Alþingishúsið í miðborg Reykjavíkur í dag. Önnur tré verða gróðursett í staðinn. Þetta er gert í samræmi við úttekt garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar sem sýndi að fjölmörg tré sem gróðursett voru á 9. áratugnum eru illa farin og skemma gangstéttir.

„Við höfum verið að læra af reynslunni og erum í raun enn að þreifa okkur áfram með það hvaða tegundir er hægt að nota aðrar en ösp,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar. 

Fyrir nokkrum misserum voru aspir við Ráðhúsið fjarlægðar og fyrir liggur að það sama mun þurfa að gera við Laugaveg, þegar fram líða stundir. Tré af öðrum tegundum eru gróðursett í staðinn.

Trén glíma við ýmsa óáran

„Við þekktum ekki götutré þegar byrjað var á þessari gróðursetningu upp úr 1980. Þá var unnið eftir þeirri þekkingu sem menn höfðu þá og við höfðum ekki neina aðra tegund en ösp til að velja úr. Góð götutré þurfa að vera nægilega bein og há, þannig að krónan sitji hátt.“

Trén sem felld voru í dag voru orðin nokkuð há eins og sést á myndunum og var krónan á sumum þeirra komin utan í nærliggjandi hús. Þórólfur segir að stærðarhlutföllin séu svipuð milli krónu og rótarkerfis og voru rætur trjánna byrjaðar að lyfta gangstéttarhellum á svæðinu. Þá voru nokkur dæmi um að ekið væri á trén auk þess sem gamlar jólaseríur höfðu sumstaðar skorist inn í stofn og greinar.

„Það er alls konar óáran sem trén þurftu að kljást við og þegar þetta allt var samantekið var í raun bara tímaspursmál hvenær brugðist yrði við.“

Þegar trjánum var plantað var þeim áætlað ákveðið rótarrými og komið fyrir moldarfylltu röri neðanjarðar. Þórólfur segir að rótarrýmið sem trjánum í Kvosinni var ætlað hafi reynst allt of lítið.

„Í rauninni verður þetta eins og pottaplanta. En öspin er svo dugleg að hún finnur sér leiðir upp úr pottinum og inn í rýmið milli sands og hellna. Þetta er nokkuð sem er erfitt að eiga við.“

Ekki búið að afskrifa öspina

Aspartrén í Kvosinni eru ekki þau einu sem þurfa að víkja því fyrir liggur að það sama mun gerast við Laugaveg fyrr eða síðar. Stærstu aspartrén þar eru yfir 10 metra há.

„Laugavegurinn er stóra málið, trén þar eru mörg illa farin og það er orðið mikið vandamál með hellur. Það hafa orðið slys þar sem gangandi vegfarendur detta um hellur sem eru komnar af stað,“ segir Þórólfur. 

Trén við Laugaveg verða hins vegar skoðuð í samhengi við framkvæmdir á Laugavegi í heild og bíður það því enn um sinn.

Þegar aspartrén við Vonarstræti og Tjarnargötu voru fjarlægð árið 2011 voru ýmsar tegundir settar niður í staðinn, þar á meðal gráreynir, garðahlynur og skrautreynir. „Okkur finnst þetta hafa tekist ágætlega í kringum Ráðhúsið svo við erum að nota sömu aðferð núna,“ segir Þórólfur. Líklega verði því nokkrar gerðir reynitrjáa settar niður við Dómkirkjuna.

Þórólfur tekur fram að Reykjavíkurborg sé þó alls ekki búin að afskrifa öspina, en það þurfi að velja henni stað við hæfi. „Við erum að gróðursetja ösp í Borgartúninu núna því við teljum að hún sé það eina sem þrífst þar.“

Þórólfur bendir á að í Borgartúninu séu stór og mikil hús, víðara til veggja og því meira pláss fyrir krónuna á stórum trjám eins og ösp.

Þórólfur Jónsson er garðyrkjustjóri hjá Reykjavíkurborg.
Þórólfur Jónsson er garðyrkjustjóri hjá Reykjavíkurborg. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag
Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag mbl.is/Hreiðar Júlíusson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálf þrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...