Segja skólastarf MR í hættu

Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn í Reykjavík. mbl.is

Skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjárframlög til skólans samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Þar fá nemendur Menntaskólans í Reykjavík enn og aftur lægst framlög allra framhaldsskólanemenda á landinu.

Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á fundi nefndarinnar á föstudag. 

Á undanförnum árum hafa framlög til skólans dregist mjög aftur úr framlögum til sambærilegra skóla og stóðu vonir til þess nú að hlutur nemenda MR yrði réttur, segir í bókuninni. Sú tillaga sem fyrir liggur er öðru nær.“

Það er mat skólanefndarinnar eftir að hafa farið ítarlega yfir þróun framlaga og fjárhagsstöðu skólans að skólastarfið sjálft sé í hættu verði ekki þegar brugðist við og sú mismunun sem skólinn og nemendur hans hafa mátt þola síðustu ár leiðrétt.

Skólanefndin hefur ákveðið að boða fulltrúa kennara, foreldra og nemenda, ásamt stjórnendum skólans, til fundar um „þessa alvarlegu stöðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert