Skuggasund selst best

Skuggasund eftir Arnald Indriðason.
Skuggasund eftir Arnald Indriðason.

Skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, Skuggasund, trónir á toppi metsölulista bókaverslana vikuna 11.-17. desember. Vísindabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson er í öðru sæti og Meistarasögur eftir Brján Guðjónsson í því þriðja.

Í fjórða sæti listans er bók Guðna Ágústssonar, Guðni: Léttur í lund. Hemmi Gunn: sonur þjóðar eftir Orra Pál Ormarsson er svo í fimmta sæti listans.

Mest seldu ævisögur vikunnar voru bókin um Hemma Gunn, Við Jóhanna eftir Jónínu Leósdóttur, Ár drekans eftir Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J: Frá hruni og heim eftir Steingrím J. Sigfússon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert