Framferði Breta til skammar

Norman Lamont var á sínum tíma fjármálaráðherra í stjórn íhaldsmanna.
Norman Lamont var á sínum tíma fjármálaráðherra í stjórn íhaldsmanna.

Fyrrverandi fjármálaráðherra Breta segir að framferði ríkisstjórnar Bretlands að setja hryðjuverkalög á Íslendinga hafi verið til skammar og bað Íslendinga afsökunar.

Norman Lamont, lávarður af Leirvík, sem var fjármálaráðherra Breta á árunum 1990 til 1993, lýsti þessari skoðun sinni á ráðstefnu sem haldin var í Búdapest í Ungverjalandi sl. föstudag.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hann kvaddi sér hljóðs eftir fyrirlestur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Hannes hafði í fyrirlestri sínum sagt frá aðgerðum stjórnar Verkamannaflokksins og afleiðingum þeirra fyrir Íslendinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »