Átelja að viðkvæmum upplýsingum hafi verið lekið

Mótmæli til stuðnings Tony Omos fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu …
Mótmæli til stuðnings Tony Omos fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu í dag. mbl.is/RAX

Samtökin No Borders átelja að að viðkvæmum persónuupplýsingum sem varða mál tveggja hælisleitenda frá Nígeríu hafi verið lekið í fjölmiðla.

Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum, að í morgun hafi bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið birt fréttir þar sem greint hafi verið með nákvæmum hætti frá rökstuðningi innanríkisráðuneytisins fyrir því að frestun á brottvísun hælisleitandands Tony Omos hafi ekki tekin til greina.

„No Borders benda á að Innanríksráðuneytinu er ekki heimilt að tjá sig um einstök mál opinberlega og því er það forkastanlegt að þessar upplýsingar komist í fjölmiðla. Í frétt Morgunblaðsins kom fram að upplýsingarnar blaðsins byggi á óformlegu minnisblaði frá Innanríkisráðuneytinu. Því var hins vegar neitað af aðstoðarmanni ráðherra í hádeginu í morgun,“ segir í tilkynningunni.

Samtökin segja ennfremur, að það sem geri málið enn alvarlega sé að í rökstuðningnum sé vísað til ýmissa mála sem séu til þess fallin að vekja upp tortryggni gagnvart Tony Omos og Evelyn Glory Joseph.

Nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert