Síldveiðar gefnar frjálsar innan brúar í Kolgrafarfirði

Ljósmynd/Róbert Arnar Stefánsson

Í ljósi þess að síld er gengin inn í Kolgrafafjörð hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs-, landbúnaðar og umhverfis- og auðlindaráðherra, ákveðið að gefa síldveiðar frjálsar innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi.

Vonast er til þess að veiðar þessar geti hvoru tveggja bjargað verðmætum og haft mögulegan fælingarmátt þannig að síldin gangi fyrr út úr firðinum en ella, að því er segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

Þá mun Hafrannsóknarstofnun hefja í næstu viku tilraunir með að fæla síldina burt með sérstökum útbúnaði sem gefur frá sér háhyrningahljóð, sem vitað er að síldin forðast undir náttúrulegum kringumstæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina