Jón Gnarr leitar nýs ríkisfangs

Jón Gnarr
Jón Gnarr Eva Björk Ægisdóttir

Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segir á facebooksíðu sinni að hann vilji skoða hvort hann ætti að fá sér nýtt ríkisfang. Ástæðu þess segir hann vera nafnalög á Íslandi, sem hann lýsir sem fáránlegum.

Því til stuðnings vísar hann til þess að hann megi ekki heita Gnarr samkvæmt lögum. Kæmi hins vegar erlendur maður til landsins sem héti til dæmis Jim Reykjavík, þá mætti hann halda því nafni, en Íslendingur mætti ekki taka það upp.

Þá veltir hann fyrir sér málaferlum við íslenska ríkið, en einfaldast væri að fá annað land til að viðurkenna nafn sitt, því þá þyrfti íslenska ríkið að gera það.

mbl.is

Bloggað um fréttina