Strawberries opnaður á ný

Strawberries í Lækjargötu.
Strawberries í Lækjargötu. mbl.is/Golli

Kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu var opnaður aftur á laugardagskvöld. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Strawberries hefur verið lokaður síðan lögregla greip til aðgerða þar aðfaranótt 26. október.

Fimm voru handteknir í aðgerðum lögreglu og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið, grunaðir um ætlaða sölu og milligöngu vændis. Þeirra á meðal var eigandi staðarins, sem sat í gæsluvarðhaldi í um tvær vikur.

Fram kom í kvöldfréttum Rúv að lögreglan hafi kyrrsett eignir að andvirði tuga milljóna króna vegna rannsóknarmálsins. Staðurinn hefur enn gilt rekstrarleyfi og var opnaður á ný á laugardagskvöld, en lögregla hefur engu að síður farið fram á að staðnum verði lokað vegna brota á lögum um rekstur veitingahúsa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert