Göngustígar láta á sjá

hag / Haraldur Guðjónsson

Að minnsta kosti þrjátíu göngustígar í og við Þórsmörk eru mjög illa farnir eftir leysingarvatn og ágang ferðamenna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ástandskýrslu á göngustígum í og við Þórsmörk.

Í grein þeirra Rannveigar Ólafsdóttur dósents í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Micael C. Runnström lektors við Háskólann í Lundi, sem birt er í Journal of Outdoor Recreation and Tourism, kemur fram að leysingarvatn er búið að grafa sig niður eftir göngustígunum en helst eru það ferðamenn sem hafa slæm áhrif á stígana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert