Viðbótarframlag vegna ríkisstjórna

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sótt er um 97 milljóna kr. viðbótarframlag í fjáraukalagafrumvarpinu vegna biðlauna og orlofsuppgjörs ráðherra og aðstoðarmanna í fyrri ríkisstjórn og fjölgunar ráðherra og aðstoðarmanna í núverandi ríkisstjórn. Útgjöldin hækka því úr 242 millj. heimild sem er á fjárlögum í 339,5 milljónir kr.

Gerð er tillaga í fjáraukalagafrumvarpinu um 295 milljóna kr. hækkun fjárheimildar til greiðslu sanngirnisbóta vegna misgjörða á vistheimilum fyrir börn. Er það til viðbótar við 337 millj. kr heimild í fjárlögum yfirstandandi árs og yrðu þá heildargreiðslur sanngirnisbóta á þessu ári 632,5 millj. kr., að stærstum hluta vegna Unglingaheimilis ríkisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »