Féll þrjá metra

mbl.is/Hjörtur

Ellefu ára drengur slapp ótrúlega vel en hann féll um þrjá metra niður um þakglugga búningsklefa sundlaugarinnar í Brautarholti á Skeiðum, að sögn lögreglunnar á Selfossi.

Slysið varð síðdegis í dag en ekki er vitað hvers vegna drengurinn var að príla uppi á þaki hússins.

mbl.is