Lykilorðum og notendanöfnum lekið

AFP

mbl.is hefur sannreynt að lykilorð og notendanöfn viðskiptavina Vodafone sem hakkari birti á netinu í nótt eru rétt. Sum lykilorðin eru dulkóðuð en önnur ekki. Þá hefur fjöldi mjög persónulegra sms-skilaboða verið birtur auk þess sem lesa má samskipti milli þingmanna.

Miðað við það sem blaðamenn mbl.is hafa séð í þessum gögnum er ástæða til að hvetja viðskiptavini Vodafone til að skipta um lykilorð í tölvupósti hjá sér. Ef einhverjir nota sama lykilorðið víðar, s.s. á Facebook eða öðrum samskiptamiðlum, væri ráðlegast að breyta því líka til að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Málið litið alvarlegum augum

„Svo virðist sem hakkari sem réðist á vefsíðu Vodafone í nótt hafi náð í viðkvæm gögn ólíkt því sem talið var í fyrstu,“ segir í tilkynningu sem Vodafone sendi frá sér nú fyrir stundu. Fyrirtækið biðst nú velvirðingar á því að í upphaflegri tilkynningu í morgun haf iverið sagt að engar trúnaðarupplýsingar hafi komist í rangar hendur.

Annað kom snarlega í ljós, eins og mbl.is sagði frá stuttu síðar. Vodafone segir að unnið sé að því með færustu gagna- og veföryggissérfræðingum landsins að meta heildarumfang málsins. 

„Vodafone lítur málið afar alvarlegum augum og mun veita upplýsingar eftir því sem þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Listar með kennitölum, símanúmerum og netföngum

Gögnin sem hakkarinn komst yfir eru mjög viðamikil en þar eru m.a. notendanöfn og lykilorð að gmail-póstföngum sumra viðskiptavina Vodafone sem og skjöl þar sem tengd eru saman kennitölur, símanúmer og netföng.

Þá er sem fyrr segir birtur fjöldi sms-skilaboða sem unnt er að tengja við ákveðin símanúmer. Mörg þeirra eru afar persónuleg og má þar nefna: 

„Henti plastdraslinu i herberginu tinu i ruslid! Skil nuna afhverju tu att ekki peninga, skil hins vegar ekki hvad tu ert ad pæla?! Ef tu ætlar i skola og ad leigja ta tarftu ad hætta tessu, ef tu getur tad ekki ta tarftu ad fa adstod!!!“

Þá eru birt samskipti milli þingmanna, þar á meðal fundarboð í tengslum við mál eins og nýja stjórnarskrá.

„Gert er ráð fyrir þingflokksfundi síðdegis eða í kringum kvöldmat ef meirihlutinn tekur stjórnarskrármálið úr nefnd. Reynum að boða hann með nægum fyrirvara. Allt er óljóst með þinglok og verða þingmenn að gera ráð fyrir því varðandi sýn plön t.d. í næstu viku. Gert er ráð fyrir þingfuni í nótt og verðum við þar að deila tímanum með okkur,“ segir í skilaboðum sem virðast hafa  verið send á hóp þingmanna stjórnarandstöðunnar í mars á þessu ári.

Önnur sms-skilaboð eru svo hljóðandi: „Sæl aftur. Ég geri ráð fyrir að nú fari stjórnarþingmenn að draga okkur eitt og eitt afsíðis og bjóða gull og græna skóga í skiptum fyrir einstök mál. Það er afar mikilvægt að við sýnum stjórnarþingmönnum enga þreytu eða að við kvíðum sumarþingi. Þau verða að sjá svart á hvítu að við kvíðum engu.“

Fyrri fréttir mbl.is um málið:

Hakkari birtir persónuupplýsingar

Netárás á heimasíðu Vodafone

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hleypur sitt 250. maraþon

21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »

35 milljónir í miðaldarannsóknir

16:30 35 milljónum verður varið árlega næstu fimm árin til rannsókna á íslenskri ritmenningu á miðöldum. Samstarfsyfirlýsing ráðuneyta, Árnastofnunar og Snorrastofu þess efnis var undirrituð í Reykholti í dag. Meira »

Krefjast frávísunar á máli VR

16:02 Fjármálaeftirlitið og Lífeyrissjóður verzlunarmanna fara fram á að máli stéttarfélagsins VR á hendur þeim verði vísað frá, en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi þar sem frávísunarkrafan var lögð fram. Meira »

Sáttanefnd lauk störfum án sátta

15:38 Sáttanefnd forsætisráðuneytisins í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur afhent ríkisstjórninni skilagrein og er hætt störfum. Sáttaviðræðunum lauk formlega 1. júlí síðastliðinn, í kjölfar þess að bótakrafa var lögð fram fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Meira »
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...