Bjarni: Viðbrögð í samfélaginu jákvæð

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögð í samfélaginu almennt hafa verið mjög jákvæð við tillögunum um skuldaleiðréttingu. Á hringborðsfundi í tilefni af lokum 100 daga hringferðar Morgunblaðsins um landið ræddi Haraldur Johannessen ritstjóri við Bjarna og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Bjarni sagði viðbrögðin hafa mótast af því að þetta væru raunhæfar tillögur og nálægt því markmiði sem sett var upp. Þá ítrekaði hann einnig að þetta myndi ekki setja ríkissjóð í viðbótar hallarekstur eða hamla hagvexti, en það væri lykilatriði.

Aðspurður hvort góð sátt væri innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins sagði Bjarni að þessar aðgerðir væru að ná þeim markmiðum sem sett hefði verið upp í kringum kosningabaráttuna um 20% lækkun skulda yfir lengri tíma. Því hefðu þessar tillögur hlotið góðar viðtökur hjá flokknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina