Köldu svæðin í skoðun

Fylgst með beinni útsendingu í Hörpu.
Fylgst með beinni útsendingu í Hörpu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Frumvarp sem á að draga úr ójöfnuði á hitunarkostnaði fyrir köld svæði er í smíðum í iðnaðarráðuneytinu. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann sagði ráðuneytið vera  með málið til skoðunar og að hugmyndin væri að draga úr miklum kostnaði við húshitun  á þessum svæðum.

Í hringborðsumræðum Morgunblaðsins í dag var Bjarni einnig spurður út í samgöngumál og þá staðreynd að innanlandsflug ætti undir högg að sækja vegna hárra skatta á greinina. Sagði hann að hingað til hefði hátt olíuverð á heimsmarkaði bjargað fluginu, þar sem  það gerði einkabílinn mjög dýran og héldi fluginu enn fýsilegu. Hann sagði samt nauðsynlegt að passa að álögur og skattar á innanlandsflugið myndu ekki leggjast af of miklum þunga á landsbyggðina.

mbl.is