Sviku skrifleg loforð við álfyrirtækin

Fyrri ríkisstjórn sveik skriflegt loforð við álfyrirtækin með að leyfa ekki sérstökum raforkuskatti að renna út, heldur var hann framlengdur gegn samkomulagi við fyrirtækin. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en hann tók þátt í hringborðsumræðum Morgunblaðsins í dag. Sagði hann að með þessari ákvörðun hefði ríkisstjórnin ruðst inn í fjárfestingasamninga sem gerðir hefðu verið við fyrirtækin.

Bjarni sagði að það sem væri nauðsynlegast fyrir álfyrirtækin væri að geta treyst gerðum samningum og það hefði ekki verið þannig með raforkuskattinn. Sagði hann núverandi ríkisstjórn ætla að láta skattinn renna út og að hann yrði ekki endurnýjaður.

mbl.is