Gætu tekið tvöfalt fleiri á samning í málmiðnaði

Viðvarandi skortur hefur verið á fólki með menntun í málmtækni.
Viðvarandi skortur hefur verið á fólki með menntun í málmtækni. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtæki í málmiðnaði gætu boðið helmingi fleiri iðnnemum upp á námssamning sem lýkur með sveinsprófi.

Nú eru um 80 nemendur á samningi í málmtækni en hægt væri að taka við allt að 150, samkvæmt þeim upplýsingum sem Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, forstöðumaður hugverka og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins, hefur fengið frá fyrirtækjum í málmiðnaði.

Viðvarandi skortur hefur verið á fólki með menntun í málmtækni undanfarin ár. Skortur er í fleiri greinum, s.s. í rafiðnaði en staðan er mismunandi á milli iðngreina. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Katrín Dóra, að kannanir SI hafi sýnt fram á að þörf væri á að um 1.100 manns útskrifuðust úr iðnnámi á ári í stað 500-600 manns nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »