Notuðu 9mm skotvopn við aðgerðina

„Tilraunir til að hafa samband við manninn báru engan árangur,“ sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Reynt var eins og aðstæður leyfðu að hafa samband og yfirbuga manninn en þetta er í fyrsta skipti sem lögreglan beitir skotvopnum með þessum hætti hér á landi.

Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, segir að gashleðslum hafi áður verið beitt í aðgerðum sérsveitarinnar en ekki hefðbundum skotvopnum. Lögreglan notaði 9mm skotvopn í aðgerðunum í morgun, það gætu bæði verið sjálfvirkar hríðskotabyssur eða skammbyssur en ekki var hægt að greina frá því hvort væri.

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir að um hörmulegan atburð hafi verið að ræða og að hugur lögreglunnar sé hjá ættingjum mannsins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert