„Lögreglan gerði allt sem hún gat“

Íbúi í stigaganginum sem rýmdur var í fyrrinótt þegar umsátursástand skapaðist í Hraunbæ segir að lögreglan hafi að sínu viti gert allt sem hún mögulega gat til þess að tala byssumanninn til og ná til hans áður en lagt var til atlögu inn í íbúðina.

Íbúinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, yfirgaf íbúð sína um kl. 4 þegar lögreglan rýmdi stigaganginn og hélt til í Árbæjarkirkju fram til hádegis en íbúar í stigaganginum gátu ekki farið heim til sín fyrr en um kvöldið, t.a.m. af því að mikið gas var á vettvangi eftir aðgerðir lögreglu.

Hann segist hafa heyrt nokkra hvelli og fékk skýr skilaboð um að hafa algera þögn þegar sérsveit lögreglunnar var við störf í stigaganginum. Þá segir hann að ekkert hafi heyrst frá byssumanninum innan úr íbúðinni hinsvegar segir íbúinn að hegðun mannsins hafi verið mjög undarleg á undanförnum vik,um. 

Mikið blóð á ganginum

Íbúinn segir fólk í húsinu eðlilega hafa verið brugðið og að í kirkjunni hafi verið greinilegt að fólki stæði ekki á sama um að slíkir atburðir hafi átt sér stað svo nálægt heimili sínu enda hafi aðkoman í stigaganginn í gær ekki verið góð. Mikið blóð hafi verið á ganginum og þó að búið hafi verið að þrífa væri ljóst að teppið væri ónýtt. Hann segir þó að lokað sé upp að íbúð mannsins sem lést og því hafi hann ekki getað séð ummerki um skothríðina sem þar átti sér stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert