Líkti tölvuþrjótnum við vítisengla

Ómar Svavarsson forstjóri Vodafone og Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone mættu ...
Ómar Svavarsson forstjóri Vodafone og Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone mættu fyrir þingnefndarfund í morgun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Talsmenn Vodafone segja að efla þyrfti samráð milli fyrirtækja um varnir gegn netárásum, eins og fyrirtækið varð fyrir um helgina. Þeir segjast ekki draga fjöður yfir að málið sé alvarlegt, en að vafa sé undirorpið hvort það varði lög af þeirra hálfu.

Forsvarsmenn Vodafone á Íslandi voru boðaðir á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun til að skýra mál sitt og sitja fyrir svörum.

Braust inn til að sýna hvað hann gæti

Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, sagði að búið væri að afmarka umfang árásarinnar og séð að það magn gagna sem var tekið sé í samræmi við það sem var birt á netinu um helgina. Ekki ætti því að vera hætta á því að hakkarinn sé enn með efni sem hann eigi eftir að birta.

IP-tala var rakin til Istanbul í Tyrklandi. Ekki er hægt að fullyrða hvort að baki árásinni sé einn tölvuþrjótur eða ekki, en fyrir liggur að hann fann veikleika í kóðum á vefsíðu Vodafone og nýtti sér þá til að búa til n.k. bakdyr sem hann gat flutt gögnin út um. Talið er að hvati hakkarans hafi fyrst og fremst verið að sýna hvað hann gæti.

Ómar sagði að sér þyki vanta aðeins í umræðuna að framinn hafi verið glæpur, innbrot þar sem gögnum var beinlínis stolið. Hann benti á að þegar leðurklæddir Vítisenglar mæti í Leifsstöð sé allt kerfið látið vita og för þeirra stoppuð. Í samanburði sé skortur á samhæfðum viðbrögðum þegar tölvuþrjótar láti á sér kræla.

„Það eru 3-4 árásir í hverjum mánuði bara hjá okkur og stöðugar þreifingar,“ sagði Ómar og bætti við að Vodafone á heimsvísu verði fyrir 40-50 þúsund árásum á dag. „Sameiginlega geta fyrirtæki landsins barist betur en eitt og sér.“

„Mínar síður“ með persónuupplýsingum hjá fjölda fyrirtækja

Tæknistjóri Vodafone, Kjartan Briem, tók í sama streng. Hann benti á að a.m.k. 100 fyrirtæki í landinu séu með þjónustusvæði á sínum vefsíðum fyrir viðskiptavini þar sem geymd séu gögn með viðkvæmum persónuupplýsingum.

„Þetta er út um allt og ég held það hafi komið berlega í ljós að við erum ekki komin nógu langt í því að setja upp vettvang um hvernig við getum varist árásum af netinu.“

Hann sagði að Vodafone hafi sent öðrum fyrirtækjum sem eftir því óskuðu allar þær upplýsingar sem unnt væri til að þau gætu dregið lærdóm af og varið sig fyrir samskonar árás. Hinsvegar teldi hann brýna þörf á því að búa til samræmt ferli um viðbrögð við tölvuárásum, eins og öðrum ógnum í samfélaginu.

„Við í þessum geira erum öll sammála um að það er hægt að gera betur og við verðum að gera betur.“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spyr forsvarsmenn Vodafone á fundi ...
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spyr forsvarsmenn Vodafone á fundi þingnefndar í morgun. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Í gær, 13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

Í gær, 13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

Í gær, 12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

Í gær, 12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

Í gær, 11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Í gær, 10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Í gær, 11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

Í gær, 11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

Í gær, 09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...