Segir kerfið hafi brugðist á ögurstundu

Lögreglan á vettvangi í Hraunbæ,
Lögreglan á vettvangi í Hraunbæ, mbl.is/Rósa Braga

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar og systir mannsins sem lést í lögregluaðgerð í Árbæjarhverfi að morgni mánudags telja að kerfið hafi brugðist manninum á ögurstundu.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að bæta þurfi þjónustuna við geðfatlað fólk og gera ráð fyrir því að það geti verið einstakt og þurfi á einstakri þjónustu að halda.

Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segist hafa beðið um það strax á mánudag, vegna þessa hörmulega atburðar, að skoðað yrði hvort einhverju hafi verið ábótavant í þjónustu Reykjavíkurborgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert