Ferðamenn í jarðböðum í 31 stigs frosti

Gestir jarðbaðanna við Mývatn létu kuldann ekki á sig fá …
Gestir jarðbaðanna við Mývatn létu kuldann ekki á sig fá en sumir fengu þó lánaða húfu yfir eyrun. mbl.is/Birkir Fanndal

Erlendir ferðamenn í norðurljósaleiðangri þurftu að fá lánaðar húfur í jarðböðunum við Mývatn í gærkvöldi en aðstæður til baðferða voru með prýðilegasta móti þrátt fyrir frostið, sem fór í 31 stig á áttunda tímanum.

„Það er fínt að mæta í þessu veðri,“ sagði Birgir Steingrímsson baðvörður í gær. „Helvítis vindurinn er óvinur okkar. Það var hérna norðvestanskítur og lá við að snjóaði ísnálum í gær en þetta er í sjálfu sér besta veðrið,“ sagði hann um froststilluna.

25-30 manns lögðu leið sína í jarðböðin í kuldanum í gær en Birgir segir í Morgunblaðinu í dag, að aldrei hafi fleiri erlendir ferðamenn sótt böðin í desember en í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka