Skipta legugjaldi út fyrir komugjald

Landspítali.
Landspítali. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að hætt verði við innheimtu legugjalds á sjúkrahúsum líkt og lagt var til í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Þess er stað er lögð fram sú breyting á lögum um sjúkratryggingar að tekið verði upp nýtt gjald vegna heilbrigðisþjónustu, þ.e. komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús.

Sérstaklega er lagt til að gjaldið skuli vera lægra hjá öldruðum, öryrkjum og börnum. Eðli málsins samkvæmt skal komugjald aðeins innheimt einu sinni vegna hverrar innlagnar og legu á sjúkrahúsi og önnur gjaldtaka af inniliggjandi sjúklingi er ekki heimil. Í tillögunni kemur fram að ráðherra kveði nánar á um gjaldið í reglugerð, þar á meðal fjárhæð þess. Í reglugerð geti ráðherra þannig t.d. kveðið á um hámark komugjalds fyrir þá einstaklinga sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús oft á ári.

„Með töku komugjalds vegna innlagnar á sjúkrahús skapast meira samræmi og jafnræði í gjaldtöku, enda er tekið komugjald vegna komu á slysadeild, bráðamóttöku og göngudeild, auk gjalds vegna rannsókna hjá þeim sem ekki eru inniliggjandi. Þess má geta að gjöld vegna innlagnar eru innheimt á sjúkrahúsum í Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi,“ segir í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar.

Frétt mbl.is: Innheimta gjald fyrir legu á sjúkrahúsi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert