Röktu sporin í snjónum

Lögreglan rakti slóð viðkomandi í snjónum frá vettvangi og handtók …
Lögreglan rakti slóð viðkomandi í snjónum frá vettvangi og handtók hann skömmu síðar á viðverustað hans. Mynd úr safni AFP

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um áttaleytið í morgun. Er maðurinn grunaður um innbrot í geymslur í sameign í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur.

Lögreglan rakti slóð viðkomandi í snjónum frá vettvangi og handtók hann skömmu síðar á viðverustað hans. Er hann vistaður í fangaklefa þangað til hægt er að taka af honum skýrslu vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert