Birgitta spyr um kirkjujarðir

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Ómar Óskarsson

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, lagði fram skriflega fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í gær vegna kirkjujarða. Spurningin er í níu liðum og vill hún meðal annars vita hvaða jarðir það voru sem ríkið fékk formlega eignarheimildir yfir samkvæmt samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar árið 1997.

Vill hún einnig vitað hverjar jarðanna voru þinglýst eign þjóðkirkjunnar og hvert verðmæti þessara jarða sem gengu til ríkisins var metið samkvæmt samkomulaginu.

Birgitta vill einnig vita hvort þessar jarðir hafi verið seldar og ef svo er, þá vill hún vita hvaða jarðir það voru, hvert heildarfasteignamat þeirra jarða sem enn eru í eigu ríkisins er, hvaða tekjur ríkið hefur haft af umræddum jörðum frá yfirfærslu þeirra til ríkisins og hvaða kostnað ríkið hefur borið af jörðunum frá yfirfærslunni.

mbl.is