Spáð fyrir um skotárásina í Hraunbæ

Frá aðstæðum í Hraunbæ í byrjun mánaðarins.
Frá aðstæðum í Hraunbæ í byrjun mánaðarins. mbl.is/Rósa Braga

Lögreglan var undir það búin að atburður hliðstæður þeim sem átti sér stað í Hraunbæ í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar, þar sem karlmaður skaut ítrekað af haglabyssu í íbúð sinni og síðan á lögregluna þegar hún mætti á staðinn, gæti átt sér stað. Maðurinn féll fyrir skotum lögreglu þegar þess var freistað að fara inn í íbúðina og yfirbuga hann en áður höfðu ítrekaðar tilraunir til þess að ræða við hann engu skilað. Maðurinn átti við geðræn vandamál að stríða.

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur meðal annars það hlutverk lögum samkvæmt að greina ógnir sem kunna að stafa að íslensku samfélagi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka og hefur sérstök skýrsla verið gefin út á grundvelli þeirrar vinnu undanfarin ár. Tilgangurinn er að tryggja að lögregla sé sem best í stakk búin til þess að takast á við slíkar aðstæður áður en til þeirra kann að koma.

„Hættan á slíkum verknuðum jafnan til staðar“

Slík skýrsla kom síðast út síðastliðið sumar en þar er meðal annars fjallað um hliðstæðar aðstæður og lögregla stóð frammi fyrir í Hraunbæ fyrr í mánuðinum. Þar segir meðal annars að hætta á hryðjuverkum hafi verið talin frekar lítil hér á landi. Meðal annars vegna þess að upplýsingar hafi ekki legið fyrir um að slíkt væri yfirvofandi. Sama hafi verið uppi á hinum Norðurlöndunum fyrir nokkrum árum en það hafi hins vegar breyst.

„Ef leggja á mat á getu til að fremja hryðjuverk á Íslandi telur greiningardeild að eggvopn, skotvopn svo sem haglabyssur eða rifflar og heimatilbúnar sprengjur séu þau vopn sem líklegast yrðu notuð,“ segir meðal annars í skýrslunni. Geta til að fremja og skipuleggja flókin hryðjuverk á Íslandi, sem krefjast mikils undirbúnings og samstarfs margra aðila, sé hins vegar takmörkuð.

Hins vegar geti þær aðstæður skapast hér á landi „að einstaklingar fyllist þvílíku hatri á samfélaginu eða tilteknum hópum innan þess að þeir reynist tilbúnir til að fremja óhæfuverk í nafni tiltekinnar hugmyndafræði eða trúarbragða.“ Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að sama skapi, líkt og raunin varð í Hraunbænum, „að einstaklingur gerist sekur um voðaverk án þess þó að það sé unnið af pólitískum hvötum eða í nafni tiltekinnar hugmyndafræði sem gjarnan er eitt skilgreiningaratriða um hryðjuverk. Ljóst er að hætta á slíkum verknuðum er jafnan til staðar.“

Lögreglumenn þjálfaðir og búnaður keyptur

Tilgangurinn með skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra og þeirri vinnu sem hún byggir á er sem fyrr segir að leggja mat á þær hættur sem kunna að steðja að íslensku samfélagi sem lögregla þurfi að takast á við. Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir í samtali við mbl.is að efni þessara skýrsla hafi meðal annars verið notað til þess að þjálfa lögreglumenn í því að takast á við slíkar aðstæður og eins að kaupa búnað sem þarf til þess.

Lögreglan hafi skyldum að gegna þegar komi að öryggi borgaranna og það sé of seint fyrir hana að þjálfa lögreglumenn í því að takast á við ákveðnar aðstæður eða útvega nauðsynlegan búnað þegar þeir standi frammi fyrir þeim, öryggi fólks er í húfi og tíminn til aðgerða naumur.

mbl.is/Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Háskólanemi leigir þjónustuíbúð

14:57 Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur þátt í tilraunaverkefni og býður háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

14:46 Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

14:38 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

14:14 Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Hælisleitandinn 22 ára en ekki 18

12:51 Hælisleitandi sem var sendur af landi brott í fyrradag er 22 ára en ekki 18 ára eins og komið hefur fram áður. Þetta segir Útlendingastofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni, en vísað er til þess að yfirvöld í heimalandi mannsins, Marokkó, hafi staðfest auðkenni hans og þar með aldur hans. Meira »

„Innihaldslaust blaður“

12:26 Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“ Meira »

Að hámarki greitt fyrir 15 þúsund km

12:10 Þingmenn munu að hámarki geta fengið endurgreiðslu fyrir 15.000 kílómetra akstri á eigin bíl á hverju ári samkvæmt breyttum reglum um þingfararkostnað sem forsætisnefnd Alþingis samþykkti í dag. Meira »

Enn er klakastífla í Hvítá

11:49 Lögreglumenn af Suðurlandi fóru í morgun og könnuðu og mynduðu klakastífluna í Hvítá við veiðihúsið við Oddgeirshóla.   Meira »

Ekki annað hægt en að „segja bravó“

11:31 Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“ Meira »

Engin svör frá spænsku lögreglunni

11:00 Íslenska lögreglan hefur ekki fengið svör frá spænskum lögregluyfirvöldum um réttarbeiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lögreglan hér á landi taki yfir rann­sókn á máli sem Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. Meira »

Íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn

10:13 Grunur er um að yfirborðsvatn hafi komist í vatnsból hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps - Helluveitu. Ekki er talið að mengunin valdi heilsutjóni hjá heilbrigðum einstaklingum, en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn. Meira »

Tugir bíla skemmdust í sömu holu

11:13 Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum. Meira »

Kosið um tillögu kjörnefndar

10:24 Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fundar í dag klukkan 17:15 í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut í Reykjavík, þar sem lögð verður fram tillaga kjörnefndar að framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Meira »

Innri endurskoðun rannsakar málið

09:55 Unnið hefur verið að því að afla upplýsinga um mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grundaður er um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, frá því að upplýst var um málið. Þetta kemur fram í skriflegu svari velferðarsviðs sem lagt var fram í borgarstjórn á þriðjudag. Meira »
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...