Hefur talið fugla í yfir 60 ár

Hálfdán Björnsson, bóndi á Kvískerjum.
Hálfdán Björnsson, bóndi á Kvískerjum. Morgunblaðið/RAX

Hálfdán Björnsson á Kvískerjum hefur tekið þátt í vetrartalningu fugla í meira en 60 ár, en hann tók fyrst þátt í verkefninu 21. desember 1952.

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 28.- 29. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu algengir fuglarnir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig.

Upplýsingar sem fást úr talningunum nýtast einnig til að fylgjast með langtímabreytingum á stofnum margra tegunda.

Fuglar hafa verið taldir með þessum hætti af sjálfboðaliðum í ríflega 60 ár. Nýlokið er við að tölvutaka allar talningar en þær eru hátt í 5000 frá 342 svæðum víðs vegar um land. Talningamenn frá upphafi hafa verið 356, auk aðstoðarmanna. Meðal þeirra eru nokkrir sem tekið hafa þátt í talningum í meira en hálfa öld og einn.

Sjá nánar um vetrartalningu Náttúrufræðistofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina