Refsiaðgerðir áfram yfirvofandi?

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins. AFP

Takist ekki samningar i makríldeilunni á fundi strandríkjanna við norðaustanvert Atlantshaf sem fyrirhugaður er 15. janúar gæti komið til þess að Evrópusambandið tæki á ný til skoðunar þann möguleika að beita Ísland og Færeyjar refsiaðgerðum vegna meintra ósjálfbærra makrílveiða.

Fram kemur á fréttavefnum Fishupdate.com að Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, velti þeim möguleika fyrir sér eftir að viðræður undanfarið hafi ekki skilað tilætlunum árangri. Fréttir af því séu þó misvísandi. Haft er eftir Damanaki á fréttavef írska dagblaðsins Irish Times að staða málsins skýrist á fundinum í næsta mánuði. Óformlegt samkomulag hafi náðst við Íslendinga en ekki Færeyinga.

Damanaki sagði eftir blaðamannsfund í gær að ef samningar næðust ekki á fundinum myndi Evrópusambandið leggja áherslu á sjálfbærar makrílveiðar enda gæti það að öðrum kosti ekki gripið til refsiaðgerða gegn öðrum ríkjum fyrir að veiða ósjálfbært. Þannig virðist hún vilja halda þeim möguleika opnum að beita Ísland og Færeyjar refsiaðgerðum ef fundurinn skilar ekki ásættanlegum árangri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert