Fimm hreindýr drápust

mbl.is/Frikki

Fimm hreindýr drápust þegar jeppi ók á þau á hringveginum skammt frá afleggjaranum að Vopnafirði. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er mikil þoka á svæðinu. Ökumann jeppans sakaði ekki en hann lét lögreglu vita.

Verið er að sækja hreindýrin, en að sögn lögreglu drápust þau öll við höggið.

Vegagerðin hefur bent vegfarendum á að h reindýrahópar séu nú við veg í Hamarsfirði og Álftafirði og einnig í Reyðarfirði. Eru vegfarendur beðnir að gæta varúðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina