Hættustigi aflétt á reit 8 og 9

Snjóflóðahætta hefur verið við Ísafjarðardjúp.
Snjóflóðahætta hefur verið við Ísafjarðardjúp. mbl.is/Brynjar Gauti

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflétta hættustigi á reit 8, en þar eru bæirnir Hraun í Hnífsdal og Geirastaðir í Syðradal, sem og á reit 9 á Ísafirði. Enn er þó óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum, samkvæmt almannavörnum.

Vegir á svæðinu eru smám saman að opnast, vegna minnkandi snjóflóðahættu og vegna þess að verið er að ryðja. Í Ólafsfjarðarmúla er þó enn varúðarstig vegna snjóflóðahættu.

Almannavarnir biðja þó vegfarendur um að leita alltaf nýjustu upplýsinga áður en haldið er af stað og gæta ýtrustu varkárni.

mbl.is