Lokunum aflétt í Ísafjarðardjúpi

Hnífsdalur.
Hnífsdalur. www.mats.is

Búið er að aflétta lokun vegarins um Eyrarhlíð og um Skutulsfjarðarbraut og mokstur er hafinn í Súðavíkurhlíð á Flateyrarvegi, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Aðstæður í Ólafsfjarðarmúla eru í athugun.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er enn hættustig vegna snjóflóða í Bolungarvík, utan þéttbýlis, í Hnífsdal og á Ísafirði. Þá er óvissustgi vegna snjóflóðaá norðanverðum Vestfjörðum.

mbl.is