Ók á leigubíl og stakk af

mbl.is

Ekið var á leigubíl skömmu fyrir klukkan fimm í nótt í Ártúnsbrekku. Leigubílstjórinn lét lögreglu vita og að sá sem hefði ekið á hann hefði haldið ferð sinni óhikað áfram.

 Leigubifreiðarstjórinn elti ökumanninn í Grafarvogshverfið.  Þegar þangað kom lét ökumaðurinn sig hverfa út í myrkrið.  Leigubifreiðarstjórinn beið lögreglu við bíl tjónvalds sem var ungur karlmaður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

6 ökumenn voru teknir úr umferð í nótt fyrir að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna.  Einn ökumannanna hafði einnig drukkið áfengi.

mbl.is