Hættir sem framkvæmdastýra VG

Auður Lilja Erlingsdóttir.
Auður Lilja Erlingsdóttir.

„Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími,“ segir Auður Lilja Erlingsdóttir í samtali við mbl.is en hún lætur í dag af störfum sem framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún hefur gegnt stöðunni undanfarin þrjú ár.

Spurð um það hvað taki við segir Auður að hún sé að fara til starfa hjá Reykjavíkurborg. Hún segir aðspurð um eftirmann sinn hjá VG að verið sé að vinna í þeim málum og gert sé ráð fyrir að það liggi fyrir í janúar hver taki við starfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert