Krónan styrkist milli áramóta

Mikilli fjölgun erlendra ferðamanna og aukinni verslun þeirra hér fylgir ...
Mikilli fjölgun erlendra ferðamanna og aukinni verslun þeirra hér fylgir aukið innflæði erlends gjaldeyris. Það styrkir gengið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gengi krónu gagnvart helstu viðskiptamyntum er mun sterkara en fyrir ári og má nefna að sl. föstudag var kaupgengi evru 158 krónur en var 168 krónur sama dag í fyrra. Kaupgengi bandaríkjadals var 115 krónur en 127 krónur fyrir ári.

Krónan veiktist á fyrstu vikum ársins og fór kaupgengi evru í tæpar 174 kr. 30. janúar sl. og dollars í um 128 kr., að því er fram kemur í fréttaskýringu um stöðu krónunnar í Morgunblaðinu í dag.

Spurður hvort þess sé að vænta að gengið veikist jafn mikið eftir áramót og í byrjun þessa árs segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, að líkur séu á að gengið geti haldist nokkuð stöðugt næstu vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »