Dularfullur pakki við Stjórnarráðið

Stjórnarráðið
Stjórnarráðið mbl.is/Hjörtur

Töluverður viðbúnaður var við Stjórnarráðið fyrr í kvöld en þar fannst poki sem þótti grunsamlegur og vaknaði grunur um að um sprengju væri að ræða. Öryggisvörður varð var við pokann og kallaði til lögreglu.

Sérsveit lögreglunnar og sprengjusérfræðingar voru meðal annars kallaðir til vegna málsins og var svæðið girt af um tíma. Í ljós kom að pokinn var meinlaus og aðeins um fíflalæti að ræða að sögn lögreglu.

Aðgerðir á vettvangi stóðu yfir í nokkurn tíma en er þeim nú lokið. Málið verður rannsakað nánar á næstu dögum og verður meðal annars farið í gegnum myndir úr öryggismyndavélum.

mbl.is

Bloggað um fréttina