Ellefu voru sæmdir fálkaorðu

Handhafar fálkaorðunnar
Handhafar fálkaorðunnar mbl.is/Árni Sæberg

Forseti Íslands sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.

Alfreð Gíslason handknattleiksþjálfari, Þýskalandi, var sæmdur riddarakrossi fyrir framlag til íþrótta.

Ingileif Jónsdóttir prófessor, Reykjavík fyrir kennslu og rannsóknir á sviði ónæmisfræða.

Ingvar E. Sigurðsson leikari, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar leiklistar.

Kolbrún Björgólfsdóttir myndlistarmaður, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar myndlistar.

Magnús Eiríksson tónlistarmaður, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.

Ólafur B. Thors, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Reykjavík, fyrir framlag til menningar og þjóðlífs.

Smári Geirsson framhaldsskólakennari og rithöfundur, Neskaupstað, fyrir framlag til sögu og framfara á Austurlandi.

Soffía Vagnsdóttir skólastjóri, Bolungarvík, fyrir framlag til félagsmála og menningar í heimabyggð.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Seltjarnarnesi, fyrir frumkvæði og forystu á sviði löggæslu.

Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri, Dalvík, fyrir störf að sveitarstjórnarmálum.

Unnur Kolbrún Karlsdóttir, formaður líknar- og vinafélagsins Bergmáls, Reykjavík, fyrir framlag til mannúðarmála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert