Vilja frekari rannsókn á flugslysi

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lögmaður barna sjúkraflutningamanns sem fórst í flugslysi á Akureyri segir ósamræmi vera milli framburðar vitna og skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Föðurbróðir barnanna vill opinbera rannsókn á slysinu.

„Það virðist vera svo margt sem ekki passar í þessu ferli öllu,“ segir Mikael Tryggvason, sem hyggst óska opinberrar rannsóknar á tildrögum flugslyss á Akureyri fyrir fimm mánuðum. Bróðir Mikaels, Pétur Tryggvason sjúkraflutningamaður, lést í flugslysinu ásamt flugstjóra vélarinnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir í bráðabirgðaskýrslu um slysið að flugvélin hafi misst hæð þegar hún nálgaðist akstursbrautina í vinstri beygju.

Mikael Tryggvason telur þetta hvorki ríma við frásögn sjónarvotta né myndbandsupptökur af slysinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert