Vegfarendur segja sjoppur á norðurleið öryggisatriði

Svanhildur Hlöðversdóttir stendur við afgreiðsluborðið í Staðarskála.
Svanhildur Hlöðversdóttir stendur við afgreiðsluborðið í Staðarskála. mbl.is/Björn Jóhann Björnsson

„Fólki finnst öryggi að vita af þessum áningarstað við Holtavörðuheiðina,“ segir Svanhildur Hlöðversdóttir, rekstrarstjóri Staðarskála í Hrútafirði.

N1 rekur skálann sem er einn fjölsóttasti áningarstaður fólks sem er á leiðinni norður eða suður. Með breyttum samgöngum og betri bílum hefur vegasjoppum á þessari leið fækkað mikið, svo sem í Hvalfirði, Borgarfirði og Húnavatnssýslum, að því er fram kemur í umfjöllun um áningarstaði við hringveginn í Morgunblaðinu í dag.

Eigi að síður eru nýmæli í þessari starfsemi. Guðlaug Jónsdóttir opnaði nýverið veitingasölu í félagsheimilinu Víðigerði í Víðidal. Þar eldar hún heimilismat fyrir púlsvinnumenn og flutningabílstjóra sem fá til dæmis steiktan fisk og kjötbollur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »