Veitan áfram hagkvæm

Nýjar hugmyndir um veitu í efsta hluta Þjórsár munu ekki …
Nýjar hugmyndir um veitu í efsta hluta Þjórsár munu ekki hafa áhrif á Þjórsárver og verða utan friðlands. mbl.is/Brynjar Gauti

Nýting hluta vatnsins úr efsta hluta Þjórsár verður að líkindum áfram hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar þótt fyrri útfærsla Norðlingaölduveitu verði slegin af með stækkun friðlands Þjórsárvera, að mati Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar.

Landsvirkjun hefur hug á því að leggja fram tillögur að nýrri útfærslu miðlunar, með stíflu við Norðlingaöldu með minna lóni en áður hefur verið ráðgert eða stíflu neðar í ánni. Áfram er gert ráð fyrir að dæla vatninu upp í Þórisvatn en það mun þá nýtast þegar byggðum virkjunum á Þjórsár-Tungnaársvæðinu.

Allar útfærslur miðast við að framkvæmdir verði utan marka friðlandsins. Landsvirkjun telur að þetta sé hagkvæmur virkjanakostur með lítil umhverfisáhrif.

Landsvirkjun hefur varið 1,2 til 1,3 milljörðum króna til undirbúnings Norðlingaölduveitu frá því fyrirtækið tók við verkefninu árið 1969. Allur kostnaðurinn hefur verið gjaldfærður.

Fyrstu hugmyndir um að virkja efsta hluta Þjórsár með stíflu við Norðlingaöldu gerðu ráð fyrir miðlunarlóni sem náði vel inn í friðland Þjórsárvera. Þegar Þjórsárver voru friðuð 1981 var kveðið á um heimild fyrir Norðlingaöldu, þó þannig að miðlunarlón færi aldrei hærra en í 581 metra yfir sjávarmáli. Stíflan lækkaði við mat á umhverfisáhrifum sem gert var þegar framkvæmdir voru undirbúnar. Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, úrskurðaði í kærumálum og heimilaði veitu með því skilyrði að lónið færi ekki yfir 566 metra í sumarrekstri virkjunarinnar en 567,5 metra að vetri. Með því átti að tryggja að virkjunin hefði ekki langtímaáhrif inn í friðlandið enda lónið orðið að veitulóni og að mestu í farvegi fljótsins. Áfram var andstaða við veituna, meðal annars vegna hættu á að vatn færi í meira mæli inn í Eyvafen en gerist nú þegar. Svæðið er með hátt verndargildi og var flokkað í verndarflokk í rammaáætlun.

Með tillögu um stækkun friðlandsins sem fram komu á fyrrihluta síðasta árs voru friðlandsmörkin dregin þannig að Norðlingaölduveita eða minni útfærsla á henni hefði endanlega verið úr sögunni.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag leggur Hörður áherslu á að nýjar útfærslur muni fara í lögbundið ferli rammaáætlunar 3 og ef hún fari í nýtingarflokk verði gert nýtt umhverfismat.

Friðland í Þjórsárverum
Friðland í Þjórsárverum Elín Esther Magnúsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert