Vonast til að rannsókn ljúki í ár

Lögreglu- og slökkviliðsmenn ásamt öðrum viðbragðsaðilum við störf á vettvangi …
Lögreglu- og slökkviliðsmenn ásamt öðrum viðbragðsaðilum við störf á vettvangi flugslyssins í ágúst sl. mbl.is/Skapti

Myndskeið af flugslysinu á Akureyri 5. ágúst í fyrra er meðal þeirra gagna sem Rannsóknarnefnd flugslysa notar við rannsókn slyssins. Bráðabirgðaskýrsla kom út í október, rannsókn stendur enn yfir og vonast er til þess að henni ljúki á þessu ári.

„Það verður vonandi á þessu ári, en það er ekki hægt að lofa neinu um það,“ segir Þorkell Ágústsson stjórnandi rannsóknarinnar.

Myndskeið, sem tekið var á vettvangi, hefur verið sýnt víða undanfarna daga. „Við höfum þetta myndskeið og það er hluti af okkar gögnum,“ segir Þorkell. Spurður um hvaða upplýsingar myndskeiðið veiti eða hvort það sé veigamikill þáttur rannsóknarinnar segist hann ekki geta tjáð sig um það. 

„Það verður bara þegar við skýrum frá rannsókninni,“ segir Þorkell. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert