Bráðatilfelli á BUGL aldrei fleiri

BUG
BUG mbl.is/mar Óskarsson

Um áramót biðu 136 börn og unglingar eftir því að komast að á göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) og hefur biðlistinn ekki verið lengri frá árinu 2007 þegar gripið var til sérstakra ráðstafana til að stytta hann. Í fyrra voru alls skráðar 7.015 komur á göngudeildina, fleiri en nokkru sinni fyrr. Mest munar um fjölgun bráðatilfella, að sögn Unnar Hebu Steingrímsdóttur, þjónustustjóra BUGL.

580 börn luku meðferð

Það segir sína sögu að þrátt fyrir að 580 börn hafi lokið meðferð á BUGL á árinu 2013, mun fleiri en undanfarin ár, skuli biðlistinn enn lengjast.

Í fyrra voru bráðainnlagnir á legudeild BUGL alls 161, af alls 220 innlögnum. Bráðatilfelli sem vísað var til göngudeildar voru 334, tæplega helmingur af öllum tilvísunum þangað. Bráðatilfellunum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum.

Unnur Heba segir að fjölgun bráðatilfella sé einkum vegna þess að fleiri börn og unglingar lýsi lífsleiða, tjái sig um sjálfsvígshugsanir, sýni sjálfsskaðahegðun, þ.e. veita sér sjálfsáverka, eða geri sjálfsvígstilraunir. „Málin eru að verða þyngri og flóknari,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert