Rann niður brekku með 40 tonn af fiski

Af vettvangi óhappsins á Norðfjarðarvegi í morgun.
Af vettvangi óhappsins á Norðfjarðarvegi í morgun. Nikulás Bragason

Flutningabíll með 40 tonn af fiski rann út af Norðfjarðarvegi, um 3-4 kílómetra utan við Egilsstaði, um kl 9 í morgun. Mesta mildi þykir að engan sakaði, en bíllinn rann stjórnlaust allnokkurn spöl niður brekku og þetta er sá vegur á Austurlandi þar sem einna mest umferð er.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum hafnaði bíllinn að lokum utan vegar, en valt ekki. Vegurinn var lokaður um stund og voru hefill og kranabíll notaðir við að koma bílnum aftur upp á veg.

Það tókst síðan um hádegisbilið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert