Ásahreppur samþykkir breytt friðland

Frá Þjórsárverum.
Frá Þjórsárverum. mbl.is/Brynjar Gauti

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti fyrir sitt leyti á fundi í gær breytingartillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra, á mörkum stækkaðs friðlands í Þjórsárverum og staðfesti um leið friðlýsingarskilmálana með skilyrðum.

Skilyrðin eru að hnitaskrá verði leiðrétt og færð til samræmis við kortauppdrátt um stækkun friðlands í Þjórsárverum laga þurfi hnitaskrána að kortinu. Þá skuli liggja fyrir „tímasett, bindandi og undirritað samkomulag milli sveitarfélaganna og ríkisvaldsins, um fjárframlög sem tryggja uppbyggingu og rekstur upplýsingamiðstöðva á svæðinu auk landvörslu eins og tiltekið er í friðlýsingarskilmálum.“

Þá segir í fundargerð að í ljósi umfjöllunar fjölmiðla að undanförnu vilji hreppsnefnd Ásahrepps benda á að hvorug stækkunartillagan sem til umfjöllunar hafi verið á árinu 2013 hefði komið í veg fyrir mögulegar veituframkvæmdir neðan Þjórsárvera eða mat á þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert