Kynna tillögur vegna neytendalána

mbl.is/Hjörtur

Tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum voru kynntar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verða tillögurnar kynntar á blaðamannafundi síðar í vikunni.

Fylgja hagræðingartillögum eftir

Þá var einnig farið yfir framkvæmd og eftirfylgni tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Samþykkt var að skipa samráðshóp með fulltrúum allra ráðherra sem fylgja tillögunum eftir.

Tillögur hagræðingarhópsins eru í 111 liðum og voru þær kynntar um miðjan nóvember á síðasta ári. Af 111 tillögum voru 95 á ábyrgð einstakra ráðherra. Þar af var 41 tillaga þegar í skoðun hjá ráðuneytunum.

Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er nú unnið að því að velja fólk í samráðshópinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert