Hjördís afhent dönskum yfirvöldum

Ítarlegt viðtal var við Hjördísi Svan í Nýju lífi.
Ítarlegt viðtal var við Hjördísi Svan í Nýju lífi.

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að afhenda megi Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur dönskum yfirvöldum á grundvelli norrænnar handtökuskipunar.

Í dómi Hæstaréttar segir að það fyrirkomulag um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna ætlaðra refsiverðra verknaða sem mælt er fyrir um í lögum nr. 12/2010 brjóti hvorki gegn ákvæðum 2. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar né öðrum þeim greinum hennar sem lögmaður Hjördísar vísaði tilí málatilbúnaði sínum.

Handtökuskipunin barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 2. október sl. frá lögreglunni á Suðaustur-Jótlandi í Danmörku, dags. Er það vegna meðferðar sakamáls þar í landi á hendur Hjördísi. Grundvöllur norrænu handtökuskipunarinnar hafi verið úrskurður héraðsdóms í Horsens frá 27. september 2013 í máli nr. 3490/2013, þar sem Hjördís hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að henni fjarstaddri í samræmi við ákvæði dönsku sakamálalaganna.

Samkvæmt gögnum málsins var mál á hendur Hjördísi höfðað vegna þess að hún fór í byrjun ágúst 2013 frá Danmörku með börnin þrjú börn og í kjölfarið farið í felur með þau. Með því hafi hún svipt föðurinn umsjá barnanna, en með úrskurði Vestri Landsréttar frá 19. ágúst 2013, hafi föðurnum verið veitt forsjá barnanna til bráðabirgða.

Í tilkynningu frá lögmanni Hjördísar segir: „Niðurstaðan er Hjördísi og fjölskyldu hennar mikil vonbrigði. Hvorki Hjördís né lögmenn hennar munu tjá sig opinberlega um málið að svo stöddu.“

Frétt mbl.is: Fór með börnin í einkaflugvél frá Danmörku

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka