„Ekki hvort, heldur hvernig“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. SteinarH

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og meðlimur í sérfræðingahópi um afnám verðtryggingar af neytendalánum, segir að hópurinn hafi ekki farið eftir skipunarbréfi forsætisráðherra. Hlutverk hópsins hefði verið að afnema verðtryggingu af neytendalánum. Spurningin hefði ekki snúist um hvort það ætti að afnema hana, heldur hvernig ætti að gera það.

Hann hafnaði tillögu meirihluta hópsins og skilaði séráliti.

Í máli hans á blaðamannafundinum í dag sagði hann að meirihluti hópsins hefði „algjörlega hafnað tillögum um vaxtaþak á óverðtryggð neytendalán“.

Þá fannst honum óskiljanlegt að hópurinn hefði ekki lagt fram neinar tillögur til úrbóta vegna eldri lána. Mikilvægt væri að setja þak á vexti eldri lána og miða verðtryggingu þeirra við verðbólguviðmið Seðlabanka Íslands.

Leggur Vilhjálmur til í séráliti sínu að verðtrygging nýrra neytendalána verði óheimili frá og með 1. júlí 2014.

Frétt mbl.is: Hámarkslánstími styttur í 25 ár

Frétt mbl.is: Mestu breytingarnar frá setningu Ólafslaga

Frétt mbl.is: Íslandslánin afnumin

Frétt mbl.is: Bann hefði neikvæð áhrif

Frétt mbl.is: Fasteignaverð gæti lækkað um 20%

mbl.is

Bloggað um fréttina